Flýtilyklar
Sand Svítan
Lýsing herbergis
Sand Svítan er glæsilega innréttuð með áherslu á afslappað andrúmsloft og tímalausa hönnun. Gengið er inn í rúmgott rými með stofu, borðstofu og eldhúsaðstöðu auk gestasalernis. Þaðan komið inn í svefnherbergið þar sem vítt er til veggja með gluggum í tvær áttir, fatahengi og sjónvarp. Inn af svefnherberginu er stílhreint baðherbergi með marmara í hólf og gólf, sturtu og baðkari. Sérvalin verk eftir samtímalistamenn prýða svítuna sem gefur henni persónulegt yfirbragð.
MEÐALSTÆRÐ: 78m2
RÚM: King 180cm
Búnaður í herbergi
- Frí internet tenging
- Flatskjár
- Nespresso kaffivél
- USB tengi
- Marshall þráðlaus hátalari
- Baðherbergi með sturtu og baðkari
- Gestasalerni
- Stór spegill
- Hárblásari
- Baðsloppur
- Baðvörur frá Sóley Organics
- Upphitað baðherbergisgólf
- Eldhúsaðstaða
- Vínkælir
- Borðbúnaður og glös
- Rúmgóð borðstofa fyrir sex manns
- Serta rúm
- Duxiana sæng 240x220cm
- Verðmætaskápur með hleðslu fyrir raftæki
- Kælir
- Skrifborð og skrifborðsstóll
- Gegnheilt parket