Kostir þess að bóka á vefnum

Besta verðið

Skuggi Hótel

Skuggi Hotel ExteriorSkuggi Hótel er frábært hótel staðsett á Hverfisgötunni, aðeins steinsnar frá Laugaveginum.

Innblástur fyrir hönnun hótelsins var sóttur í ljósmyndir Ragnars Axelssonar og skapar samblanda íslenskrar náttúru og borgarsjarma grófa en notalega stemningu. Veggmyndir málaðar eftir ljósmyndum Ragnars, sem sýna Íslendinga í stórbrotnu umhverfi, prýða alrými hótelsins og hafa vakið athygli gesta hvaðanæva að.

Stutt er í verslanir, veitingastaði, skemmtistaði og aðra afþreyingu.

Verið velkomin á Skugga Hótel. 

Staðsetning

- Reykjavík -

Reykjavik-winterSkuggi Hótel er staðsett í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Hverfisgötu 103. Hótelið er aðeins örfáum skrefum frá Hlemm Mathöll og í göngufæri við Laugaveginn þar sem finna má fjöldan allan af verslunum, veitingahúsum og kaffihúsum. Meðal þess sem er í grenndinni:

  • Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
  • Hlemmur Mathöll
  • Laugavegurinn
  • Hallgrímskirkja
  • Sundhöll Reykjavíkur
  • Bíó Paradís

Staðsetning hótelsins er tilvalin fyrir þá sem vilja sækja menningarviðburði í miðborginni, rölta á milli kaffihúsa og njóta alls þess sem miðborgin hefur upp á að bjóða.

Önnur KEAhótel í Reykjavík