Herbergi

Á Skuggi Hótel eru 100 rúmgóð og björt herbergi, en líkt og hótelið sjálft þá eru herbergin stílhrein í hönnun og smekklega innréttuð. Innblástur fyrir hönnunina var sóttur í ljósmyndir Ragnars Axelssonar og skapar samblanda íslenskrar náttúru og borgarsjarma grófa en notalega stemningu. Inni á hverju herbergi má finna tilvitnanir yfir höfuðgafli úr bókinni Fjallaland, en hana prýða myndir eftir Ragnar. Ensk útgáfa bókarinnar er á öllum herbergjum og geta gestir gluggað í hana á meðan dvöl stendur.

Herbergin á Skuggi Hótel eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, útvarpi og síma. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásari, baðvörur, skrifborð og parketlögð gólf inni á öllum herbergjum.

Fyrir þá sem vilja rýmri herbergi bjóðum við upp á Superiorherbergi.

Gestir Skugga Hótel geta lagt bílum sínum í gjaldfrjáls bílastæði aftan við hótelið eða í bílakjallara hótelsins. Morgunverður er borinn fram á milli klukkan 07:00 - 10:00 og er innifalinn í verði. Gestir geta nálgast straujárn og strauborð í móttöku auk þess að hafa aðgang að gestatölvu. Á jarðhæð hótelsins er bar og setustofa.