Einstaklingsherbergi

Lýsing herbergis

Einstaklingsherbergin á Skuggi Hótel eru hönnuð með þægindi og þokka að leiðarljósi. Innblástur fyrir hönnunina var sóttur í ljósmyndir Ragnars Axelssonar af íslenskri náttúru sem skapa, í bland við borgarsjarmann, grófa en notalega stemningu.

Inni á hverju herbergi má finna tilvitnun yfir höfuðgafli úr bókinni Fjallaland, en hana prýða myndir eftir Ragnar. Ensk útgáfa bókarinnar er á öllum herbergjum og geta gestir gluggað í hana á meðan dvöl stendur.

MEÐALSTÆRÐ: 13m2
RÚM: 90cm

Búnaður í herbergi
 • Frí internettenging
 • Sjónvarp
 • Sími
 • Kaffi- og tesett

 • Baðherbergi
 • Sturta
 • Hárblásari
 • Baðvörur

 • Skrifborð
 • Stóll
 • Fatahengi
 • Parketlögð gólf