Herbergi

Á Storm Hótel eru 93 rúmgóð herbergi sem eru smekklega innréttuð í Skandinavískum stíl með áherslu á milda liti og ljósmyndir af stórbrotinni náttúru Íslands. Líkt og hótelið sjálft sameinar útlit herbergjanna norrænar áherslur um hagkvæmni, gæði og stíl.

Herbergin á Storm Hótel eru búin helstu nútímaþægindum eins og sjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, útvarpi og síma. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbegi með sturtu, hárblásari, baðvörur, skrifborð og parketlögð gólf inni á öllum herbergjum. 

Fyrir þá sem vilja rýmra herbergi bjóðum við upp á Superiorherbergi með svölum, auk þess sem að sjö af tveggja manna herbergjunum okkar eru með svalir. Gestir geta óskað eftir samliggjandi tveggja manna herbergjum sem er hægt að opna á milli. 

Gestir Storm Hótel geta lagt bílum sínum í gjaldfrjáls bílastæði aftan við hótelið og eru þau merkt. Morgunverður er borinn fram á milli klukkan 07:00 - 10:00 og er innifalinn í verði. Gestir geta nálgast straujárn og strauborð í móttöku auk þess að hafa aðgang að gestatölvu tengdri við prentara.

Á jarðhæð Storm Hótel er bar og setustofa þar sem gestir geta haft það huggulegt og slakað á.