Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Hótel

Veldu hótel

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Keahotels

Verið þið velkomin

Keahotels keðjan er ein af stærstu hótelkeðjum Íslands og rekur 10 hótel í heildina staðsett í Reykjavík, á Akureyri, á Siglufirði, í Vík og á Grímsnesi.

Í Reykjavík eru 6 hótel. Hótel Borg, Apótek Hótel, Sand Hótel, Storm Hótel, Skuggi Hótel og Reykjavík Lights Hótel. Aðeins 45 mínútum frá Reykjavík eru Hótel Grímsborgir, glæsilegt hótel sem býður upp á frábæran veitingastað og dásamlegt umhverfi. Á Akureyri má finna hið eina sanna Hótel Kea, í hjarta miðbæjarins, sem allir kannast við. Á Siglufirði má svo finna Sigló Hótel, heillandi hótel sem svíkur engan. Að lokum er það Hótel Katla, huggulegt hótel sem er staðsett í hinni fallegu Vík.

Gjafabréfin

Keahotels býður upp á glæsilegt úrval af gjafabréfum svo það er auðvelt að finna gjafabréf sem hentar þínu fyrirtæki. Það allra besta við okkar gjafabréf er að þau gilda á fleiri en eitt hótel sem gefur starfsfólki meira val.

Gjafabréf á fjögurra stjörnu hótel

Dekraðu við starfsmennina þína með þessu veglega gjafabréfi sem gildir á öll okkar 4. stjörnu hótel um landið. Hægt er að velja á milli þess að kaupa vetrargjafabréf eða heilsársgjafabréf einnig hvort gjafabréfið gildir fyrir eina eða tvær nætur.

Innifalið í gjafabréfinu er 1-2 nætur, drykkur við komu, morgunverður.

Gjafabréfið gildir á:

  • Hótel Borg (Reykjavík): Á Borginni hverfast saman framúrskarandi þjónusta, fullkomin staðsetning og aðstaða sem er í senn þægileg og virðuleg. Að gista á Hótel Borg er upplifun sem þú gleymir seint.
  • Apótek Hótel (Reykjavík): Glæsilegt boutique hótel með stóra sál í hjarta Reykjavíkur. Staðsett í sögufrægu stórhýsi Reykjavíkurapóteks eftir Guðjón Samúelsson.
  • Sand Hótel (Reykjavík): Sannkallað lúxushótel sem er staðsett í hjarta miðborgarinnar við Laugaveg. Afslappað andrúmsloft og tímalaus hönnun gera hótelið að eftirsóknaverðum dvalarstað.
  • Hótel Grímsborgir (Grímsnes): Hótelið er staðsett í Grímsnesi við Gullna Hringinn í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Einstaklega friðsæll staður en samt aðeins 45 mínútna akstur frá Reykjavík.
  • Sigló Hótel (Siglufjörður): Njóttu þess að slappa af í þessu rólega litla griðarsvæði á Siglufirði. Á Sigló Hótel kappkostum við að bjóða gestum okkar afslappandi umhverfi með klassískri og rómantískri hönnun. Hótelið er umvafið fallegu fjöllunum í kring og staðsett við smábátahöfnina.

Gjafabréf á þriggja stjörnu hótel

Leyfðu starfsmönnum þínum að njóta með þessu flotta gjafabréfi sem gildir á öll okkar 3. stjörnu hótel um landið. Hægt er að velja á milli þess að kaupa vetrargjafabréf eða heilsársgjafabréf einnig hvort gjafabréfið gildir fyrir eina eða tvær nætur.

Innifalið í gjafabréfinu er 1-2 nætur, drykkur við komu, morgunverður.

Gjafabréfið gildir á:

  • Reykjavík Lights Hótel (Reykjavík): Áfangastaður sem upphefur fornar árstíðir á smekklegan máta. Aðgengileikinn er í fyrirrúmi, enda auðvelt að leggja á einkastæðum hótelsins. Fallegt og jafnvel fróðlegt hótel á stórgóðum stað.
  • Skuggi Hótel (Reykjavík): Hér mætast tímalaus þægindi og hlýjar móttökur á besta stað í Reykjavík. Áreynslulaus hönnun og fallegar myndir, líflegur bar og frábær staðsetning.
  • Storm Hótel (Reykjavík): Aðgengilegt og stílhreint hótel á fullkomnum stað fyrir ferðalanga sem vilja fara á milli iðandi miðborgarinnar og annarra borgarhluta. Íslensk náttúra nýtur sín í nútímalegri hönnun.
  • Hótel Kea (Akureyri): Eitt af kennileitum höfuðstaðar Norðurlands í hjarta Akureyrar. Vel staðsett og samtvinnað sögu síðustu áratuga skapar það fullkomið heimili fyrir ferðalanga á Norðurlandi.
  • Hótel Kötlu (Vík): Heimili ferðalanga mitt í stórbrotinni náttúru Suðurstrandarinnar. Hér mætir nútímalegur sjarmi kröftum náttúrunnar. Fullkomin staðsetning á ferð um Suðurland á milli hafs og jökuls.

Sveitasæla

Dekraðu við starfsmennina þína með 'Sveitasælu' gjafabréfinu okkar. Hægt er að velja á milli þess að kaupa vetrargjafabréf eða heilsársgjafabréf einnig hvort gjafabréfið gildir fyrir eina eða tvær nætur.

Innifalið í gjafabréfinu er 1-2 nætur, drykkur við komu, morgunverður og kvöldverður.

Gjafabréfið gildir á Hótel Grímsborgum (Grímsnes) og Sigló Hótel (Siglufjörður).

Hafir þú og þitt fyrirtæki einhverjar séróskir er alltaf hægt að hafa samband við okkur og við sérsníðum gjafabréf eftir ykkar sniði. Hafið samband í gegnum sales@keahotels.is