Keahotels
Verið þið velkomin
Keahotels keðjan er ein af stærstu hótelkeðjum Íslands og rekur 10 hótel í heildina staðsett í Reykjavík, á Akureyri, á Siglufirði, í Vík og á Grímsnesi.
Í Reykjavík eru 6 hótel. Hótel Borg, Apótek Hótel, Sand Hótel, Storm Hótel, Skuggi Hótel og Reykjavík Lights Hótel. Aðeins 45 mínútum frá Reykjavík eru Hótel Grímsborgir, glæsilegt hótel sem býður upp á frábæran veitingastað og dásamlegt umhverfi. Á Akureyri má finna hið eina sanna Hótel Kea, í hjarta miðbæjarins, sem allir kannast við. Á Siglufirði má svo finna Sigló Hótel, heillandi hótel sem svíkur engan. Að lokum er það Hótel Katla, huggulegt hótel sem er staðsett í hinni fallegu Vík.
Gjafabréfin
Keahotels býður upp á glæsilegt úrval af gjafabréfum svo það er auðvelt að finna gjafabréf sem hentar þínu fyrirtæki. Það allra besta við okkar gjafabréf er að þau gilda á fleiri en eitt hótel sem gefur starfsfólki meira val.
Gjafabréf á fjögurra stjörnu hótel
Dekraðu við starfsmennina þína með þessu veglega gjafabréfi sem gildir á öll okkar 4. stjörnu hótel um landið. Hægt er að velja á milli þess að kaupa vetrargjafabréf eða heilsársgjafabréf einnig hvort gjafabréfið gildir fyrir eina eða tvær nætur.
Innifalið í gjafabréfinu er 1-2 nætur, drykkur við komu, morgunverður.
Gjafabréfið gildir á:
- Hótel Borg (Reykjavík): Á Borginni hverfast saman framúrskarandi þjónusta, fullkomin staðsetning og aðstaða sem er í senn þægileg og virðuleg. Að gista á Hótel Borg er upplifun sem þú gleymir seint.
- Apótek Hótel (Reykjavík): Glæsilegt boutique hótel með stóra sál í hjarta Reykjavíkur. Staðsett í sögufrægu stórhýsi Reykjavíkurapóteks eftir Guðjón Samúelsson.
- Sand Hótel (Reykjavík): Sannkallað lúxushótel sem er staðsett í hjarta miðborgarinnar við Laugaveg. Afslappað andrúmsloft og tímalaus hönnun gera hótelið að eftirsóknaverðum dvalarstað.
- Hótel Grímsborgir (Grímsnes): Hótelið er staðsett í Grímsnesi við Gullna Hringinn í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Einstaklega friðsæll staður en samt aðeins 45 mínútna akstur frá Reykjavík.
- Sigló Hótel (Siglufjörður): Njóttu þess að slappa af í þessu rólega litla griðarsvæði á Siglufirði. Á Sigló Hótel kappkostum við að bjóða gestum okkar afslappandi umhverfi með klassískri og rómantískri hönnun. Hótelið er umvafið fallegu fjöllunum í kring og staðsett við smábátahöfnina.
Gjafabréf á þriggja stjörnu hótel
Leyfðu starfsmönnum þínum að njóta með þessu flotta gjafabréfi sem gildir á öll okkar 3. stjörnu hótel um landið. Hægt er að velja á milli þess að kaupa vetrargjafabréf eða heilsársgjafabréf einnig hvort gjafabréfið gildir fyrir eina eða tvær nætur.
Innifalið í gjafabréfinu er 1-2 nætur, drykkur við komu, morgunverður.
Gjafabréfið gildir á:
- Reykjavík Lights Hótel (Reykjavík): Áfangastaður sem upphefur fornar árstíðir á smekklegan máta. Aðgengileikinn er í fyrirrúmi, enda auðvelt að leggja á einkastæðum hótelsins. Fallegt og jafnvel fróðlegt hótel á stórgóðum stað.
- Skuggi Hótel (Reykjavík): Hér mætast tímalaus þægindi og hlýjar móttökur á besta stað í Reykjavík. Áreynslulaus hönnun og fallegar myndir, líflegur bar og frábær staðsetning.
- Storm Hótel (Reykjavík): Aðgengilegt og stílhreint hótel á fullkomnum stað fyrir ferðalanga sem vilja fara á milli iðandi miðborgarinnar og annarra borgarhluta. Íslensk náttúra nýtur sín í nútímalegri hönnun.
- Hótel Kea (Akureyri): Eitt af kennileitum höfuðstaðar Norðurlands í hjarta Akureyrar. Vel staðsett og samtvinnað sögu síðustu áratuga skapar það fullkomið heimili fyrir ferðalanga á Norðurlandi.
- Hótel Kötlu (Vík): Heimili ferðalanga mitt í stórbrotinni náttúru Suðurstrandarinnar. Hér mætir nútímalegur sjarmi kröftum náttúrunnar. Fullkomin staðsetning á ferð um Suðurland á milli hafs og jökuls.
Sveitasæla
Dekraðu við starfsmennina þína með 'Sveitasælu' gjafabréfinu okkar. Hægt er að velja á milli þess að kaupa vetrargjafabréf eða heilsársgjafabréf einnig hvort gjafabréfið gildir fyrir eina eða tvær nætur.
Innifalið í gjafabréfinu er 1-2 nætur, drykkur við komu, morgunverður og kvöldverður.
Gjafabréfið gildir á Hótel Grímsborgum (Grímsnes) og Sigló Hótel (Siglufjörður).