Tilboð og viðburðir á Sigló Hótel
Hér getur þú séð yfirlit yfir öll þau tilboð sem eru virk og alla þá viðburði sem eiga eftir að eiga sér stað á Sigló Hótel.
Prjónahelgi
Helgina 31. janúar - 2. febrúar verður haldin prjónahelgi á Sigló Hótel með Sjöfn hjá Stroff og Sölku Sól en þær munu sjá um viðburðinn og vera innan handar fyrir gesti. Endilega komdu með prjónaverkefnið þitt og prjónum saman í skemmtilegum félagsskap umvafin dásamlegu umhverfi.
Salsa byrjendanámskeið
Salsa North heldur Salsa byrjenda námskeið á Sigló Hótel þann 8 - 10. nóvember
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að kenna grunntækni í salsa, bæði í pari og einsamall. Þátttakendur fá smá kynningu á salsa tónlist og uppruna salsa dansins. Farið verður í fylgi- og stýritækni í paradansi og eftir helgina ættu allir að vera orðnir vel færir til að pluma sig prýðilega á salsakvöldi. Námskeiðið er kennt af Elísabetu Ögn og Örnu Sif.
Salsa danspartý á Rauðku
Laugardaginn 9. nóvember heldur Salsa North einstaklega skemmtilegt salsa danspartý á Rauðku. Það verður opið dansgólf og spiluð fjölbreytt salsa lög með dass af bachata lögum inn á milli. Það má búast við skemmtilegri suðrænni stemningu með suðrænum drykkjum, bæði áfengum og óáfengum sem eru tilvaldnir til að svala þorstanum milli dansa.
Jólahlaðborð á Sigló hótel
Njótið aðdraganda jólanna með jólahlaðborði og lifandi tónum í hátíðlegu og hlýlegu umhverfi Sigló Hótels.
Gisting í eina nótt fyrir tvo með morgunverði, fordrykk og glæsilegu jólahlaðborði.