Skíðaganga nýtur vaxandi vinsælda og í dag má segja að íþróttin sé ein vinsælasta vetraríþrótt Íslendinga
Sigló hótel og Sóti Travel bjóða upp á skíðagöngunámskeið á Siglufirði í vetur. Um er að ræða þriggja daga námskeið undir handleiðslu reynslumikils skíðagöngufólks og hentar námskeiðið byrjendum jafnt sem lengra komnum. Undanfarin ár hafa skíðagöngu námskeiðin selst upp á skömmum tíma.
Umvafinn einstakri náttúrufegurð, með brött fjöllin sem mynda Siglufjörð, jafnast ekkert á við að njóta þess að vera í náttúrunni í firðinum. Siglfirsku alparnir skarta sínu fegursta þegar snjórinn liggur yfir. Að loknum góðum degi á skíðagöngu er ekkert betra en að skella sér í heita pottinn og saunu á Sigló hótel og fá sér drykk við heitan arininn í arinstofunni. Njóttu þín í góðum félagsskap og dekraðu við þig í fallegu umhverfi.