Um okkur

Fyrirtækið

Keahótel ehf. er ein af stærstu hótelkeðjum landsins og rekur ellefu hótel, sjö í Reykjavík, tvö á Akureyri, eitt við Mývatn og eitt við Vík, aðalskrifstofur fyrirtækisins eru á Akureyri. Hótelin eru búin samtals 900 herbergjum og þjónusta ferðamenn, innlenda sem erlenda, allt árið um kring. 

Keahótel er spennandi vinnustaður þar sem starfar samheldinn hópur starfsfólks með fjölbreyttan bakgrunn, á starfsstöðvum fyrirtækisins starfa yfir 300 starfsmenn. Við leggjum áherslu á metnað, hæfni og frumkvæði með það að leiðarljósi að skapa eftirsóknarvert og skilvirkt vinnuumhverfi.


Keahótel ehf. framúrskarandi fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki

Keahótel ehf. hefur frá árinu 2013 verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt greiningu Creditinfo á styrk og stöðugleika fyrirtækja. Árið 2018 hlaut Keahótel því viðurkenninguna í sjötta, eða samfleytt fyrir tímabilið 2012-2017. Viðurkenningin er vitnisburður um gott gengi Keahótela og styrkan grunn, en fyrirtækið stefnir á að halda sömu braut í framtíðinni. 

Keahótel hefur í gegnum tíðina verið eitt af fáum fyrirtækjum í hótelrekstri til að ná inn á listann og oftar en ekki verið í efsta sæti listans í þessum flokki. Þetta er árangur sem aðeins næst með frábæru og samstilltu starfsfólki, árangur sem fyrirtækið er stolt af.


Keahotels