Fréttir

TripAdvisor veitir viðurkenningar til Keahótela

Hin árlega veiting viðurkenninga hjá TripAdvisor er yfirstaðin og er ánægjulegt að segja frá því að mörg Keahótel hlutu viðurkenninguna Certificate of Excellency og Traveller's choice award.
Lesa meira

Exeter Hótel opnar

Keahótel ehf. hafa opnað nýtt og glæsilegt fjögurra stjörnu hótel, Exeter Hotel, við Tryggvagötu 12 í Reykjavík. Hótelið dregur nafn sitt af hinu þekkta Exeter húsi sem stóð á reitnum og hefur nú verið endurgert og fellt inn í breytta götumynd við gömlu höfnina.
Lesa meira

Keahótel ehf. kaupir Hótel Kötlu

Keahótel ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal, hótelið verður áfram rekið undir sama nafni og mun reksturinn að mestu leyti haldast óbreyttur.
Lesa meira

Hótelin standa sig vel á TripAdvisor

TripAdvisor gaf nýlega út viðurkenningarnar "Certificate of Excellence 2018" og "Travelers’ Choice Award 2018" til þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið góð ummæli frá sínum gestum, en viðurkenningarnar eru veittar árlega. Starfsfólk Keahótela gleðjast yfir því að fleiri hótel innan keðjunnar hljóta verðlaun í ár en árið á undan sem er til marks um aukna ánægju gesta sem hjá okkur dvelja.
Lesa meira

Keahótel taka yfir Sandhótel í Reykjavík

Keahótel ehf. og eigendur Sandhótels hafa skrifað undir samning um leigu á rekstri hótelsins frá og með 1. ágúst n.k. Sandhótel er hágæða fjögurra stjörnu hótel staðsett á frábærum stað við Laugaveg í Reykjavík. Hótelið tók til starfa í júní 2017 og í því eru 67 herbergi. Þegar lokaáfanga hótelsins líkur á næsta ári verða herbergin 77 talsins.
Lesa meira

Hótel Borg - Leiðandi hótel á Íslandi 2017

Hótel Borg hefur verið valið Iceland’s Leading Hotel, eða mest leiðandi hótel landsins, þriðja árið í röð af hinum virtu verðlaunum World Travel Awards.
Lesa meira

Jamie's Italian á Hotel Borg

Jamie´s Italian hefur nú opnað í nýuppgerðum salarkynnum á jarðhæð Hótel Borgar. Veitingastaðurinn, sem er hluti af keðju inblásinni af ítalskri matarmenningu í eigu Jamie Oliver, er fyrsti sinnar tegundar hér á landi og hluti af yfir sextíu sambærilegum stöðum undir merkjum Jamie´s Italian um allan heim.
Lesa meira

Keahótel hljóta viðurkenningar frá TripAdvisor

Á dögunum veitti TripAdvisor viðurkenningar til fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar sem hafa hlotið góð meðmæli frá sínum gestum og þykja standa öðrum framar í þjónustu og gæðum. Keahótel eru stolt af því að tilkynna að fimm af okkar hótelum hlutu verðlaunin "Certificate of Excellence 2017", auk þess sem Apótek Hótel og Skuggi Hótel hlutu "Travelers’ Choice Award 2017".
Lesa meira

Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Keahótel ehf. er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt greiningu Creditinfo á styrk og stöðugleika fyrirtækja fyrir árið 2016. Þetta er í fimmta sinn sem Keahótel hlýtur viðurkenninguna, eða samfleytt fyrir tímabilið 2012-2016.
Lesa meira

Ný merki fyrir Hótel Gíg og Hótel Norðurland

Í dag voru ný merki formlega opinberuð og tekin í notkun fyrir Hótel Gíg og Hótel Norðurland. Nýju merkin eru hluti af vörumörkun Keahótela, en líkt og önnur hótelmerki innan keðjunnar bera þau undirskriftina BY KEAHOTELS.
Lesa meira