Akureyri besti áfangastaður Evrópu

Í grein Lonely Planet segir að Akureyri sé afslappaður bær með borgarstemmingu. Allt í kring megi finna græna haga, sjáv­arþorp og fossa, svo ekki sé minnst á að sjá magnþrungna jökla í svip, eld­fjöll og hraun­breiður.

Samkvæmt Tom Hall ritstjóra Lonely Planet voru áfangastaðirnir valdir af Evrópusérfræðingum vefsíðunnar og voru þeir sammála um að kjörið væri að heimsækja þá akkurat núna.

Við erum sammála Lonely Planet um ágæti Akureyrar og tökum vel á móti þeim sem heimsækja bæinn.

Athugaðu verð og gistiframboð á hótelum okkar á Akureyri hér.