Hótel Borg á tímamótum

Hótel Borg World Leading Hotel

Nýlega hlaut Hótel Borg hin virtu World Travel Awards sem mest leiðandi hótel á Íslandi. Þetta er kærkomin viðurkenning fyrir hótelið sem hefur gengið í gegnum umfangsmiklar breytingar undanfarið og greinilegt að uppfærslan leggst vel í gesti Hótel Borgar. „Fágun og glæsileiki eru einkunnarorð hótelsins og við höfum haft það að leiðarljósi í allri þessari vinnu. Það er vitaskuld ánægjulegt þegar eftir því er tekið og verðlaunin setja ákveðinn gæðastimpil á hótelið,” sagði Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela um verðlaunin.

Hótel Borg Spa DrBragiUmfangsmesta breytingin fól í sér opnun á nýrri viðbyggingu við hótelið en hún hýsir ný herbergi ásamt Borg Spa, heilsulind og líkamsrækt. Þar að auki var móttaka hótelsins stækkuð, en hún tengir gömlu bygginguna við þá nýju. Eftir stækkunina eru nú 99 herbergi á þessu sögufræga hóteli, en allar breytingar og viðbætur voru gerðar af virðinu við bygginguna sem heldur í art deco stílinn sem sem hefur einkennt Hótel Borg í áraraðir.

Með tilkomu Borg Spa geta gestir Hótel Borgar nú notið þess að slappa af í heilsulind hótelsins, en þar er boðið upp á fyrsta flokks þjónustu í rólegu og fallegu umhverfi. Heilsulindin er búin heitum potti, gufubaði, sauna og hvíldarrými. Á Borg Spa er einnig boðið upp á fjölbreytt úrval meðferða í samstarfi við Dr.BRAGI húðvörur, en þær eru afrakstur íslensks hugvits og unnar úr lífríki náttúru Íslands. Í líkamsræktinni má finna öll þau tæki sem þarf til að stunda hreyfingu innandyra, t.d. hlaupabretti, róðravél, fjölþjálfi, spinninghjól, bolta og lóð. 

 

Hotel Borg SPA Hotel Borg SPA facial Borg Spa gym