Hótel Borg hlýtur viðurkenningu

Hótel Borg

Hótel Borg hlaut hin virtu World Travel Awards sem Iceland´s Leading Hotel annað árið í röð. Hótel Borg hefur löngum verið þekkt fyrir fágun og glæsilega, en viðurkenningin undirstrikar ánægju gesta með þjónustu og aðbúnað hótelsins.

Hótel Borg Double Deluxe

Hótel Borg gekk í gegnum umfangsmiklar breytingar á síðasta ári sem fólu meðal annars í sér opnun á nýrri viðbyggingu við hótelið, stækkun á móttökunni og opnun Borg Spa, heilsulind og líkamsrækt á Hótel Borg.

Með stækkuninni fjölgaði herbergjum hótelsins upp í 99, en þau eru öll innréttuð í art deco stíl líkt og hótelið sjálft. Öll herbergi eru búin sérhönnuðum húsgögnum og með því að blanda saman mismunandi litum, formum og áferð fær hvert og eitt þeirra sinn eiginn sjarma. Með opnun Borg Spa hefur Hótel Borg aukið þjónustu við gesti sína sem geta nú notið þess að slappa af í heilsulind hótelsins.

Eigendur og starfsfólk Hótel Borgar eru að vonum ánægð og stolt með viðurkenninguna sem er þeim sannarlega hvatning til þess að halda áfram að þjónusta gesti hótelsins af natni og lipurð.

 

Hótel Borg Spa Hótel Borg einstaklingsherbergi Hótel Borg móttaka