Jamie's Italian á Hotel Borg

Jamie´s Italian hefur nú opnað í nýuppgerðum salarkynnum á jarðhæð Hótel Borgar. Veitingastaðurinn, sem er hluti af keðju inblásinni af ítalskri matarmenningu í eigu Jamie Oliver, er fyrsti sinnar tegundar hér á landi og hluti af yfir sextíu sambærilegum stöðum undir merkjum Jamie´s Italian um allan heim.  

Veitingastaðurinn Jamie´s Italian var stofnaður af Jamie Oliver og ítölskum læriföður hans Gennaro Contaldo, en fyrsti staðurinn var opnaður í Oxford árið 2008. Hugsjón Jamie var að endurskapa ástríðuna og natnina sem ítalir leggja í sína matargerð. Með því að færa ítölsku matarhefðina inn á veitingastaðinn getur fólk getur slappað af og notið sín í góðum félagsskap við hið ítalska matarborð.

Jamie´s Italian er staðsettur í hinum margrómaða Gyllta Sal á Hótel Borg og er hannaður með tilliti til þeirra góðu gilda sem Jamie Oliver leggur upp með auk þess að sýna sögu hússins og salarins mikla virðingu. Dempaðir litatónar mæta björtum túrkislit, hlýlegri áferð, upprunalegum gólfum og hinni þekktu loftmynd sem saman skapa heildarmynd sem gleður augað.

Allir réttir Jamie´s Italian eru úr fyrsta flokks hráefni frá bæði innlendum og erlendum framleiðendum sem deila bæði ástríðu og sýn Jamie á hágæða matreiðslu. Á matseðlinum er úrval af antipasti og smáréttum sem eru tilvaldir til að deila, auk frábærra pastarétta, salata og grillmats.

Keahótel fagna opnun Jamie´s Italian á Hótel Borg, sem er sannarlega góð viðbót við veitingahúsaflóruna í Reykjavík.

Jamie's Italian Hotel Borg Jamie's Italian Hotel Borg Jamie's Italian Hotel Borg