Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Keahótel ehf. er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt greiningu Creditinfo á styrk og stöðugleika fyrirtækja fyrir árið 2016. Þetta er í fimmta sinn sem Keahótel hlýtur viðurkenninguna, eða samfleytt fyrir tímabilið 2012-2016. Að þessu sinni uppfylltu 1.7% fyrirtækja þau skilyrði sem þarf til að komast á listann, eða um 624 fyrirtæki af tæplega 35.000 fyrirtækjum á Íslandi. Þær kröfur byggja á ströngu gæðamati og faglegri greiningu af hálfu Creditinfo.

Keahótel framúrskarandi fyrirtæki 2016

Skilyrðin til að komast á listann eru:

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBITA) jákvæð þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Skilað ársreikning fyrir 1. september 2016

Einnig ber að nefna að af þeim tíu fyrirtækjum í hótelrekstri sem komast á listann 2016 eru Keahótel ehf. í efsta sæti, árangur sem við erum virkilega stolt af. Slíkur árangur næst aðeins með frábæru og samstilltu starfsfólki og viljum við því nýta tækifærið og þakka þeim fyrir afbragðs frammistöðu.

Nánari upplýsingar um greininguna má finna á heimasíðu Creditinfo.

 

Keahotels Keahotels Keahotels