Ný merki fyrir Hótel Gíg og Hótel Norðurland

Goðafoss - Ísland Norður

Í dag voru ný merki formlega opinberuð og tekin í notkun fyrir Hótel Gíg og Hótel Norðurland. Nýju merkin eru hluti af vörumörkun Keahótela, en líkt og önnur hótelmerki innan keðjunnar bera þau undirskriftina BY KEAHOTELS. Merkin eru hönnuð af Hype Markaðsstofu sem áður hefur unnið merki fyrir Apótek Hótel, Skugga Hótel og Storm Hótel, sem öll eru hluti af Keahótel. 

Ný merki Hótel Gígs og Hótel NorðurlandsMerki Hótel Gígs er innblásið af þeirri einstöku náttúrufegurð sem umlykur hótelið og einkennir staðsetningu þess. Hótelið er á Skútustöðum við sunnanvert Mývatn, en hótelið dregur nafn sitt af hinum formfögru Skútustaðagígum sem eru í göngufjarlægð frá hótelinu. Merkið sýnir tvo gíga við stillt vatn og er því bein tenging í hið fallega útsýni sem gestir hótelsins njóta við dvölina.

Merki Hótel Norðurlands er táknrænt bæði fyrir nafn hótelsins og staðsetningu, en hótelið er staðsett í höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Höfuðáttin Norður er greinileg í merkinu, táknuð með bókstafnum N ásamt ör sem vísar upp. Merkið er unnið út frá kompás sem leiðir hugann að ferðalögum og áfangastöðum, sem hótelið stendur vissulega fyrir.

Merkin þykja einstaklega vel heppnuð og ná með góðum hætti að draga fram séreinkenni hvors hótels fyrir sig á skýran hátt. Öll hótel innan Keahótels keðjunnar eiga nú hvert sitt merki, en það er liður í því að ná fram betri mörkun og skýrari tengingu í þá upplifun sem hvert og eitt hótel veitir gestum sínum.

 

Hótel Gígur nýtt merki Keahotels Hótel Norðurland nýtt merki