Storm Hótel opnar

Storm Hótel

Keahótel hafa nú opnað sitt fimmta hótel í Reykjavík og nefnist það Storm Hótel. Hótelið, sem er þriggja stjörnu, er vel staðsett í göngufjarlægð frá Laugaveginum auk þess sem stutt er í Laugardalinn og höfuðstöðvar fjölda fyrirtækja. Hótelið er smekklega innréttað í skandinavískum anda þar sem lögð er áhersla á notagildi, gæði og fágaðan stíl.

Storm Hótel double room

Storm Hótel státar af 93 björtum og rúmgóðum herbergjum búin öllum helstu þægindum, hönnuð undir norrænum áhrifum. Lita- og áferðaval í hönnun hótelsins er ávísun á afslappandi upplifun. Á Storm Hótel er einnig notalegur bar þar sem hægt er að sitja og slaka á eftir amstur dagsins.

Aðstandendur KeaHótela fagna opnun Storm Hótels sem er góð viðbót í hótelkeðjuna.

 

 

 

 

 

Storm Hótel Storm Hótel Storm Hótel