TripAdvisor veitir viðurkenningar til Keahótela

Hin árlega veiting viðurkenninga hjá TripAdvisor er yfirstaðin og okkur til mikillar gleði fengu mörg Keahótel viðurkenninguna Certificate of Excellency 2019 og Traveller's choice award 2019. 

Viðurkenninguna "Certificate of Excellence" fá þau fyrirtæki sem stöðugt fá góðar umsagnir og háar einkunnir frá gestum sínum í gegnum síðu TripAdvisor. Í ár komu verðlaunin í hlut Apótek Hótel, Hótel Borg, Sand Hótel, Exeter Hótel, Reykjavik Lights Hótel, Skuggi Hótel, Storm Hótel, og Hótel Kea 

"Travelers’ Choice Award for Hotels" eru verðlaun veitt til þeirra hótela sem þykja bera af í sínum flokki fyrir óaðfinnanlega þjónustu, verðgildi og gæði. Verðlaunin gefa tóninn fyrir þá upplifun sem gestir mega búast við þegar þeir bóka gistingu hjá viðkomandi hóteli og eru því góður vegvísir fyrir ferðamenn í leit að hótelherbergi. Að þessu sinni hluti Skuggi Hótel og Storm Hótel, en bæði hótelin hlutu viðurkenninguna á síðasta ári. 

TripAdvisor er ein af stærstu ferðaheimasíðum heims sem gerir ferðamönnun kleift að meta og gefa aðilum í ferðaþjónustu einkunn byggða á eigin upplifun. Viðurkenningar líkt og "Certificate of Excellence" og "Travelers’ Choice Awards" eru því mikils virði fyrir Keahótel og góð viðurkenning á því frábæra starfi sem þar er unnið.

Trip Advisor Traveller´s Choice 2019 and Certificate of Excellence Keahotel Trip Advisor Traveller´s Choice 2019 and Certificate of Excellence Keahotel Trip Advisor Traveller´s Choice 2019 and Certificate of Excellence Keahotel