Skip to main content
Keahotels
Hótelin okkar

Hótel Borg

Koma
Velja dags.
Brottför
Velja dags.
Gestir og stillingar
2 fullorðnir
Leita

Borg Spa

Við bjóðum gesti okkar velkomna á Borg Spa, heilsulind og líkamsrækt á Hótel Borg. Á Borg Spa er lögð áhersla á að veita fyrsta flokks þjónustu í rólegu og fallegu umhverfi. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval meðferða þar sem hver og einn ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.

Upplýsingar

Opnunartími

 • Líkamsræktaraðstaðan er opin alla daga 06:00 – 20:00
 • Heilsulindin er opin alla daga frá 10:00 – 20:00

Á Borg Spa er

 • Heitur pottur
 • Gufubað
 • Sauna
 • Hvíldarrými
 • Líkamsræktaraðstaða

Aðgangur og verð

Njóttu þín í okkar rómaða Spa á Hótel Borg fyrir einungis 2.500 kr. Aðgangurinn gildir alla daga dvalarinnar.

Allir gestir sem bóka gistingu beint á heimsíðunni okkar, fá frían aðgang meðan á dvöl stendur.

Hægt er að bóka tíma í Borg Spa í síma 551 1440 eða hotelborg@keahotels.is

Þjónusta

ANDLITSMEÐFERÐIR

Hefðbundin djúphreinsandi andlitsmeðferð

30/50 mínútur

Andlitið er djúphreinsað og skrúbbað, því er svo fylgt eftir með dásamlega frískandi nuddi á andliti, háls og öxlum. Meðferðinni er lokið með viðeigandi maska og góðu dagkremi.

9.900/16.800 kr

DrBRAGI andlitsmeðferð

45 mínútur

Sjávarensím og sérstök nuddtækni draga úr merkjum öldrunar auk þess að gera húðina meira frísklegri, tónaða og bjarta í útliti. Í lok meðferðar er húðin mýkri og jafnari í rakastigi.

15.800 kr

DrBRAGI HydroZyme ljómandi andlitsmeðferð

75 mínútur

HydroZyme ‘ljómandi’ andlitsmeðferðin er 75 mínútna löng og felur í sér einstaka eiginleika hydrodermabrasion aðferðar sem byggir á heilnæmri virkni í sjávarensíma í vörum frá DrBraga.

25.000 kr

NUDDMEÐFERÐIR

DrBRAGI heilnudd og skrúbbur

75 mínútur

Mýkjandi sjávarensímheilnudd frá toppi til táar. Dekrandi meðferð sem er fullkomin við flugþreytu.

28.000 kr

Aromatískt heilnudd

30/55/90 mínútur

Aromatískt heilnudd sem inniheldur blöndu af ilmkjarnaolíum í bland við slakandi nuddhreyfingar, hjálpar til við að örva skilningarvitin og létta á spennu í vöðvum.

16.000/22.000/27.000 kr

Sænskt heilnudd

30/55/90 mínútur

Sænskt heilnudd er endurnærandi upplifun sem veitir fullkomna lausn við þreytu á álagssvæðum líkamans. Örvandi fyrir hugann og slakandi fyrir þreytta vöðva.

14.000/20.000/26.000 kr

HAND- OG FÓTSNYRTING

Alessandro lúxus handsnyrting 45 mínútur – 14.900 kr
Þjölun og lökkun – 6.500 kr

Alessandro lúxus fótsnyrting 45 mínútur – 14.900 kr
Þjölun og lökkun – 6.500 kr

VAX

Vax að hnjám – 6.000 kr

Vas að hnjám og bikinilína – 8.500 kr

Vax að hnjám og brasilískt – 9.900 kr

Heilvax fætur – 9.000 kr

Heilvax fætur og bikinilína (notast er við súkkulaðivax á bikinilínu) 11.000 kr

Vax bikinilína – 4.900 kr

Brasilískt vax – 7.500 kr

Vax undir höndum – 5.500 kr

Vax á bringu eða baki – 6.500-15.000 kr

Vax á efri vör – 2.900 kr

Litun og plokkun

Litun augnhár – 4.000 kr

Litun augabrúnir – 4.000 kr

Plokkun augabrúnir – 4.000 kr

Vörur

DrBRAGI húðvörur

Á Borg Spa notum við eingöngu húðvörur frá DrBRAGI, en þær eru afrakstur íslensks hugvits og unnar úr lífrríki náttúru Íslands. Dr. Jón Bragi Bjarnason (1948-2011) var prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands og einn af fremstu sérfræðingum heims á sviði ensíma.

DrBRAGI vörurnar eru byggðar á áratuga rannsóknum og prófunum auk raunverulegs sjáanlegs árangurs. Þar fer saman lífefnafræði og hrein, náttúruleg og virk innihaldsefni. DrBRAGI vörurnar, sem innihalda sjávarensím, hámarka starfsemi húðfrumna og með reglulegri notkun hjálpa þau húðinni að vera eins heilbrigð og falleg og kostur er.

Húðvörur frá DrBragi eru:
 • Án tilbúinna rotvarnarefna
 • Án parabena
 • Án ilmefna
 • Án sílikons
 • Án glýkols
 • Án litarefna
 • Án fituefna (lípíða)
 • Án lanólíns