Skip to main content
Keahotels
Hótelin okkar

Storm Hótel

Storm Hótel

Koma
Velja dags.
Brottför
Velja dags.
Gestir og stillingar
2 fullorðnir
Leita
Storm Hótel er þriggja stjörnu hotel
  • 100 herbergi
  • Morgunverður innifalinn
  • Bar & setustofa
  • Ókeypis bílastæði
  • Þráðlaust net

Aðgengilegt og stílhreint hótel á fullkomnum stað fyrir ferðalanga sem vilja fara á milli iðandi miðborgarinnar og annarra borgarhluta. Íslensk náttúra nýtur sín í nútímalegri hönnun.

HUGMYNDAFRÆÐIN

Falda perlan

Hálffalin á mill háhýsa, lúrir þessi perla eins og friðsæl vin í skarkala mannlífssins. Staðsetningin er aðgengileg á bíl eða með almenningssamgöngum og stutt að fara, hvort heldur sem er til að njóta lífsins á Laugaveginum, skreppa á fund í Borgartúninu eða fara með fjölskylduna í sund.

Íslenskt veðurfar

Skjól

Þetta dramatíska nafn Storm endurspeglar þá staðreynd að þegar kemur að íslensku veðri þá er aldrei að vita hvað er í vændum. Allt frá endalausum sumarhimni, til rigningar eða skyndilegrar snjókomu, þetta er allt hluti af upplifuninni. Stundum á sama degi. Sem betur fer finnurðu hlýjar móttökur hjá okkur hvernig sem veðrið er. Við erum í rauninni skjól fyrir storminum.

Umhverfið

endalausir
möguleikar

Þú getur gengið í allar átti út frá hótelinu okkar. Bæði í miðbæinn og næsta nágrenni.  Sem dæmi þá getur þú leigt rafskútu, fengið þér göngutúr að Sólfarinu, hoppað upp í strætó nú eða farið í ferðir utan höfuðborgarinnar. Bláa lónið, Sky Lagoon, Gullfoss og Geysir, það eru jú endalausir möguleikar.