Skip to main content
Keahotels
Hótelin okkar

Sigló Hótel

Sigló Hótel

Koma
Velja dags.
Brottför
Velja dags.
Gestir og stillingar
2 fullorðnir
Leita
Sigló Hótel er fjögurra stjörnu hotel

Á Sigló Hótel kappkostum við að bjóða gestum okkar afslappandi umhverfi með klassískri og rómantískri hönnun. Öll herbergin okkar eru með útsýni yfir fallegu fjöllin í kring og smábátahöfnina og úr notalegu gluggasætinu er hægt að horfa á lífið líða hjá í þessu rólega litla griðarsvæði á Norðurlandi.

Hugmyndafræðin

Síldarhöfuðborg heimsins

Á uppgangsdögum síldartímans var Siglufjörður kölluð síldarhöfuðborg heimsins. Allt frá þeim tíma hefur þessi nyrsti bær Íslands verið talinn einn af sögufrægustu stöðum landsins og á Sigló Hótel kappkostum við að bjóða gestum okkar upp á að upplifa Siglufjörð eins og hann er í dag um leið og við kynnumst sögulegri fortíð hans í gegnum myndir og söfn.

Dekraðu við þig í afslappandi umhverfi

Á Sigló Hótel leggjum við okkur fram við að bjóða gestum uppá notalegt og afslappað umhverfi með klassísku og rómantísku yfirbragði. Öll herbergi hafa útsýni yfir fallega náttúru svæðisins, bæði haf og fjöll og úr notalegu gluggasætinu má fylgjast með erli dagsins líða hjá. Herbergin eru rúmgóð og prýða myndir frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar veggi þeirra. Gestir hótelsins hafa aðgang að heitum pottum og gufubaði.

Úrval veitingastaða

Sigló Hótel hefur uppá þrjá veitingastaði að bjóða. Veitingastaðurinn Sunna er inná hótelinu ásamt Lobbýbarnum sem opin eru allt árið um kring. Það er sumaropnun á Kaffi Rauðku þar færðu eldbakaðar súrdeigspizzur sem eru engu líkar og á Hannes Boy er boðið upp á kaffidrykki, úrval af ís og vöfflur. Á Kaffi Rauðku eru reglulega tónleikar, viðburðir, veislur og ráðstefnur allt árið um kring.

Herbergin

Herbergin okkar eru með sjávar- og fjallaútsýni og gluggasæti þar sem þú getir notið þess að horfa á mannlífið líða hjá. Innréttuð með rómantískum en klassískum húsgögnum, viðarplötum og gólfefnum kappkostum við að veita þér þægilegt og afslappandi andrúmsloft.