Skip to main content
Keahotels
Hótelin okkar

Sigló Hótel

Sigló Hótel

Koma
Velja dags.
Brottför
Velja dags.
Gestir og stillingar
2 fullorðnir
Leita
Sigló Hótel er fjögurra stjörnu hotel
  • 68 herbergi
  • Morgunverður innifalinn
  • Veitingastaður & bar
  • Fundaaðstaða
  • Ókeypis bílastæði
  • Þráðlaust net

Á Sigló Hótel kappkostum við að bjóða gestum okkar afslappandi umhverfi með klassískri og rómantískri hönnun. Hótelið er umvafið fallegu fjöllunum í kring og staðsett við smábátahöfnina. Njóttu þess að slappa af í þessu rólega litla griðarsvæði á Norðurlandi.

Tilboð Vetur 2022-2023

Tilboð

Vetur
2022-2023

Í vetur bjóðum við uppá tilboð á gistingu og upplifun, skoðaðu úrvalið og bókaðu tímanlega.

Vetrartilboð

Við bjóðum uppá frábært vetrartilboð á Sigló hótel!
Gisting í tveggjamannaherbergi með morgunverði & möguleika á að bæta við glæsilegum þriggja rétta kvöldverði á Sunnu.

Hugmyndafræðin

Síldarhöfuðborg heimsins

Á uppgangsdögum síldartímans var Siglufjörður kölluð síldarhöfuðborg heimsins. Allt frá þeim tíma hefur þessi nyrsti bær Íslands verið talinn einn af sögufrægustu stöðum landsins og á Sigló Hótel kappkostum við að bjóða gestum okkar upp á að upplifa Siglufjörð eins og hann er í dag um leið og við kynnumst sögulegri fortíð hans í gegnum myndir og söfn.

Dekraðu við þig í afslappandi umhverfi

Njóttu þessa að vera til í afslöppuðu umhverfi. Leyfðu þér að fara í heita pottinn í flæðarmálinu eða í heita gufu með útsýni yfir siglfirsku Alpana sem mynda fjallasal í kringjum Siglufjörð. Einnig er notalegt að setjast við arineldinn með heitt te og horfa yfir smábátahöfnina og fylgjast með lífinu við höfnina.

Úrval veitingastaða

Sigló Hótel mælir með þremur veitingastöðum. Veitingastaðurinn Sunna er inni á hótelinu ásamt lobbýbarnum sem opinn eru allt árið um kring. Torgið (áður Hannes Boy) býður upp á hádegishlaðborð alla daga ásamt kvöldmatseðili sem hentar öllum. Á Kaffi Rauðku sem er opin frá maí til ágúst er boðið upp á kaffidrykki, úrval af ís og vöfflur.

Herbergin

Herbergin okkar eru mörg hver með sjávar- og fjallaútsýni ásamt gluggasæti þar sem þú getur notið þess að horfa út á mannlífið. Sigló Hótel er innréttað með rómantískum en klassískum húsgögnum, viðarplötum og gólfefnum kappkostum við að veita þér þægilegt og afslappandi andrúmsloft.