
Hótelið er staðsett í Grímsnesi við Gullna Hringinn í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Einstaklega friðsæll staður en samt aðeins 45 akstur frá Reykjavík.

80s sýning og kvöldverður
Hugmyndafræðin
Fullkomin staðsetning
Hótel Grímsborgir er staðsett í Grímsnesi á Suðurlandi á bökkum Sogsins, vatnsmestu bergvatnsá Íslands. Hótelið er á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi og frá hótelinu er fögur fjallasýn m.a. að Ingólfsfjalli og Búrfelli.

Þingvellir
Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu. Þar má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins. Þingvellir er fullkomin staðsetning til að rölta um og njóta náttúrunnar og anda að sér sögu landsins.

Suðurlandið
Suðurlandið hefur margt uppá að bjóða og er fullkomin staðsetning fyrir lengri og styttri ævintýri. Hótel Grímsborgir er því vel staðsett fyrir þá sem vilja stutt ferðalag í burtu frá amstri borgarinnar og fyrir þá sem eru aðeins að byrja ferðalagið.
