Skip to main content
Keahotels
Hótelin okkar

Hótel Kea

Hótel Kea

Koma
Velja dags.
Brottför
Velja dags.
Gestir og stillingar
2 fullorðnir
Leita

HUGMYNDAFRÆÐIN

Akureyri

menning og
upplifun

Höfuðstaður Norðurlands, Akureyri og Hótel Kea hafa ruglað saman reitum og samtvinnað sögur sínar um árabil í hjarta hins sjarmerandi miðbæjar. Þó bærinn hafi breitt úr sér síðan hótelið hóf starfsemi er allt sem hugurinn girnist innan seilingar. Akureyri býður upp á menningu, söfn, veitingastaði, útivist og skíði. Allt sem þú þarft.

Norðurland

náttúruparadís

Akureyri er fullkomin fyrir grunnbúðir þegar Norðurland er sótt heim. Helstu náttúruperlur landsins mynda perlufestar í allar áttir sem eru fullkomnar fyrir dagsferðir. Hálendið, ströndin, fossar, fljót og grösugar nágrannasveitir. Spennandi baðstaðir, flúðasiglingar, hvalaskoðun – vetrarævintýri. Maður hefur ekki skoðað Ísland hafi maður ekki heimsótt Norðurland.