Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Viðburða salirnir

Hótel Grímsborgir er með gistingu fyrir 240 manns og glæsilega veislusali sem taka allt að 180 manns í sæti sem henta veislum og mannfögnuðum af öllum toga. Rómaðar veitingar, náttúrufegurð og hugguleg umgjörð hótelsins hjálpast að við að skapa fullkomna stemningu.

Fundir og ráðstefnur

Hótel Grímsborgir er með glæsilega aðstöðu og fyrsta flokks þjónustu fyrir hvers kyns fundi, kynningar, ráðstefnur eða viðburði.

Við bjóðum upp á glæsilega fundar- og veislusali sem hentar stórum jafnt sem minni hópum. Fjölbreyttir möguleikar eru á uppstillingu eftir viðburðum. Fundarkynnin eru búin öllum tækjabúnaði svo sem skjávarpa, tjaldi, hljóðkerfi og netaðgang.

Hægt er að fá ýmiss konar veitingar með í fundarpakka. Við sérsníðum pakka eftir stærð og þörfum viðskiptavina.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband hér sales@keahotels.is

Árshátíðir

Hótel Grímsborgir hafa staðið fyrir óteljandi árshátíðum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Hið einstaka andrúmsloft að vera fjarri venjulegu umhverfi lífgar upp á hópinn. Við sjáum um mat og drykk og þú kemur með orkuna og spennuna.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband hér sales@keahotels.is

Brúðkaup

Það er vinsælt að gifta sig undir berum himni í fagurri náttúrunni og mæta svo til okkar á Hótel Grímsborgir til að halda upp á viðburðinn í fallegum veislusal. Allir salirnir eru allir bjartir með stórum gluggum, fallegu útsýni og hægt er að ganga út á verönd.

Starfsfólk okkar aðstoðar við allan undirbúning s.s. að panta brúðartertu, skreytingar á herbergjum og allt sem til þarf til að gera daginn ógleymanlegan.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband hér sales@keahotels.is