Veitingastaður Grímsborga
Hótel Grímsborgir er með glæsilegan veitingastað og bar sem býður upp à la carte matseðil með íslenskum og alþjóðlegum gourmet réttum.
Opið er alla daga allt árið fyrir borðapantanir. Verið velkomin!
Hótel Bar
Barinn okkar er staðsettur inn á veitingastaðnum í setustofunni. Njóttu þess að sitja við arininn og slaka á með góðan drykk í notalegu umhverfi.
Happy hour er alla daga frá kl. 16:00 til 18:00

Morgunverðarhlaðborð
Á hlaðborðinu má finna nýbakað brauð og bakkelsi, alls konar álegg, ferskt grænmeti, marmelaði og sultu, skyr, músli og ferska ávexti, sem og ýmsa heita rétti. Boðið er upp á nýmalað kaffi, te, ávaxtasafa ásamt kampavín og freyðivín. Morgunverðarhlaðborð er ávallt innifalið fyrir hótelgesti.
Opið 07:00-10:00 alla morgna

Brunch hlaðborð
Glæsilegt brunch hlaðborð okkar er með glæsilegt úrval af nýbökuðu brauði, ferska ávexti, ostabakka, vöfflur og ommilettur, graflax, hráskinku, grænmeti, salat og heita rétti svo sem kalkúnabringu og lamb ásamt úrval af eftirréttum.
Helgar frá 11:30-14:30, þarf að bóka með nokkra daga fyrirvara.
