Kostir þess að bóka á vefnum

Besta verðið

Hótel Borg

 

Hótel Borg - lúxus í hjarta ReykjavíkurLúxus í hjarta Reykjavíkur

Hótel Borg er glæsilegt hótel staðsett við Pósthússtræti í Reykjavík. Á hótelinu eru 99 herbergi, þar af eru 6 svítur og ein turnsvíta. Herbergin eru öll innréttuð í Art Deco stíl og endurspegla þannig ytra útlit og sögu hótelsins. Bygging var teiknuð árið 1917 af Guðjóni Samúelssyni, fyrrum húsameistara ríkisins, en eftir hann standa margar af þekktustu og fegurstu byggingum landsins. Má þar helst nefna Þjóðleikhúsið, Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju og Hótel Borg. 

Hótelið er staðsett í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir.

Staðsetning

- Reykjavík -

Hótel Borg við Austurvöll í ReykjavíkHótel Borg er staðsett í hjarta miðbæjarins við Austurvöll, næst Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, aðeins steinsnar frá iðandi mannlífi miðborgarinnar. Stutt er í verslanir, kaffihús og veitingastaði auk fjölda markverðra staða:

  • Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
  • Laugavegurinn 
  • Hallgrímskirkja
  • Ráðhús Reykjavíkur
  • Listasafn Íslands
  • Háskóli Íslands
  • Þjóðminjasafnið

Staðsetning hótelsins er tilvalin fyrir þá sem vilja sækja menningarviðburði í miðborginni, rölta á milli kaffihúsa og njóta alls þess sem miðborgin hefur upp á að bjóða. LESA MEIRA


Önnur KEAhótel í Reykjavík