Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Golfnámskeið á Siglufirði

Um námskeiðið

UPPSELT er á námskeiðið en hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda á netfangið siglo@keahotels.is þá heyrir þú fyrst af því ef það losnar pláss og ef haldið verður annað námskeið.

Í samvinnu við Golfskálann, golfverslun og golfferðaskrifstofu verður haldið námskeið á golfvelli Siglufjarðar þann 17-19. júlí.

Kennarar námskeiðisins eru menntaðir PGA golfkennarar, Hallsteinn Traustason og Ingibergur Jóhannsson. Báðir starfa þeir fyrir Golfskálann og hafa verið kennarar í golfskólum Golfskólans á Spáni undanfarin ár.

Í kennslunni er tekið mið af stöðu þátttakenda, hvort séu byrjendur eða lengra komnir og hentar því námskeiðið öllum getuhópum.

Viljir þú lengja dvölina bjóðum við sértilboð á laugardagsnóttinni. Vinsamlegast hafðu samband eftir að bókun er gerð, á siglo@keahotels.is eða í síma 461 7730

Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði golfleiksins:

  • Undirstöðuatriðin
  • Sveiflan sjálf
  • Ákvarðanir
  • Hagnýt ráð
  • Búnaðurinn

Verð fyrir einn í herbergi frá 89.900. Smelltu hér til þess að skoða.

Verð fyrir tvo saman í herbergi frá 114.898. Smelltu hér til þess að skoða.

Dagskrá

17.júlí - miðvikudagur

  • Mæting á hótelið: innskráning kl 15:00

18.júlí - fimmtudagur

  • Morgunverður
  • Golfkennsla kl 13-17
  • Kvöldverður

19.júlí - föstudagur

  • Morgunverður
  • Útritun kl 10:00
  • Golfkennsla kl 10-14

Skilmálar

Hægt er að afbóka með minnst 7 daga fyrirvara án endurgjalds. Berist afbókun hinsvegar innan 24 klst fyrir komu eða gestur mætir ekki er tekið fullt gjald fyrir pakkann. Ef ekki næst lágmarksfjöldi fellur námskeiðið niður.