Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Prjónahelgi á Sigló Hótel

Síðasta prjónahelgi heppnaðist svo vel að við höfum ákveðið að slá til aftur og halda aðra ennþá betri prjónahelgi þann 23. - 25. janúar. að sjálfsögðu fáum við aftur til okkar Sjöfn hjá Stroff og Sölku sól til að vera innan handar og til að halda uppi stemningunni. Endilega komdu með prjónaverkefnið þitt og prjónum saman í skemmtilegum félagsskap umvafin dásamlegu umhverfi.

Allir eiga séns á því að vinna flotta vinninga í happdrætti sem Sjöfn og Salka munu draga reglulega úr yfir helgina.

FORSÖLUVERÐ

Verð á mann miðað við tvo í herbergi frá 52.950

Verð á mann miðað við einn í herbergi frá 76.900

Smelltu hér til þess að kaupa.

Gistináttaskattur er ekki innifalinn í verðinu og er rukkaður við komu.

Hvað er innifalið?

Innifalið í pakkanum er:

  • 2 nætur ásamt morgunverði
  • Kvöldverður bæði kvöldin
  • Hádegisverður
  • Síðdegiskaffi
  • Fordrykkur
  • Happdrætti með skemmtilegum vinningum

Skilmálar

  • Full greiðsla er tekin af korti bakvið bókun 7 dögum fyrir komu.
  • Bókun fæst ekki endurgreidd eftir greiðslu.
  • Ef afbókun berst minna en 7 dögum fyrir komu er hægt að nýta upphæð fyrir gistingu á Sigló Hótel
  • Ef ekki næst lágmarksfjöldi geti viðburðurinn fallið niður og þátttakendur fá fulla endurgreiðslu.

Ef skipta á greiðslunni á milli gesta, vinsamlegast hafið samband við hótelið eftir bókun.