Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Salsa námskeið á Sigló Hótel

Salsa North heldur Salsa byrjenda námskeið á Sigló Hótel þann 25 - 26. október.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að kenna grunntækni í salsa, bæði í pari og einsamall. Þátttakendur fá smá kynningu á salsa tónlist og uppruna salsa dansins. Farið verður í fylgi- og stýritækni í paradansi og eftir námskeiðið ættu allir að vera orðnir vel færir til að pluma sig prýðilega á salsakvöldi. Námskeiðið er kennt af Elísabetu Ögn og Örnu Sif.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í pari og hefð er fyrir því að skipta reglulega um dansfélaga á meðan á tímanum stendur. Vilji par frekar dansa eingöngu saman þá er það líka velkomið.

Lögð er áhersla á að skapa þægilegt andrúmsloft í tímunum þar sem undirstöðuatriðið er að allir skemmti sér vel. Kennslan fer á laugardeginum og hefst kl 10:00 og fer fram á íslensku og/eða ensku eftir þörfum hópsins.

Um kvöldið verður borinn fram ljúffengur kvöldverður á Sunnu veitingastað hótelsins, og að honum loknum tekur við salsa danspartý á Rauðku. Þar verður opið dansgólf og spiluð fjölbreytt salsa lög með dass af bachata lögum inn á milli. Við lofum skemmtilegri og suðrænni stemningu sem verður svo toppuð með úrvali af drykkjum, bæði áfengum og óáfengum sem eru tilvaldir til að svala þorstanum milli dansa. 

Verð miðað við tvo í herbergi frá 79.899 (verð á mann 39.949)

Verð miðað við einn í herbergi frá 49.900

Til að bæta við aukanótt á sérverði er hægt að hafa samband við sales@keahotels.is

Hægt er að bóka hér fyrir tvo í herbergi

Hægt er að bóka hér fyrir einn í herbergi

Ef þú ert þegar þaulvanur salsa dansari og langar bara að vera með í fjörinu þá erum við einnig með pakka fyrir þig!
Salsa meistarar geta gist í eina nótt með kvöldverði og stolið svo sviðsljósið á dansgólfinu í salsa partý-inu.

Verð miðað við tvo í herbergi ekki með námskeiði frá 49.990 (verð á mann 24.995)
Verð miðað við einn í herbergi ekki með námskeiði frá 34.990

Hægt er að bóka hér fyrir einn salsa meistara
Hægt er að bóka hér fyrir tvo salsa meistara

Hvað er innifalið?

Innifalið í pakkanum er:

  • 1 nótt ásamt morgunverði
  • Salsa danskennsla á laugardeginum
  • Léttur hádegisverður
  • Kvöldverður á laugardagskvöldinu
  • Salsa danspartý á Rauðku á laugardagskvöldinu

Salsa North

Elísabet Ögn Jóhannsdóttir stofnaði dansskólann Salsa North í janúar 2023. Hún hefur bakgrunn í samkvæmisdansi og hefur lagt stund á salsa víðsvegar um heiminn síðan 2005 með hléum.

Arna Sif Þorgeirsdóttir hefur dansað frá unga aldri og lagt stund á salsa síðan 2016. Hún býr yfir áratuga reynslu af danskennslu og starfar einnig sem danskennari hjá Steps Dancecenter á Akureyri.

Skilmálar

  • Full greiðsla er tekin af korti bak við bókun 7 dögum fyrir komu.
  • Bókun fæst ekki endurgreidd eftir greiðslu.
  • Ef afbókun berst minna en 7 dögum fyrir komu er hægt að nýta upphæð fyrir gistingu á Sigló hótel.
  • Ef ekki næst lágmarksfjöldi geti viðburðurinn fallið niður og þátttakendur fá fulla endurgreiðslu.
  • Ef skipta á greiðslunni á milli gesta, vinsamlegast hafið samband við hótelið eftir bókun.