Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Hægt er að velja dagsetningar neðar

Skíða­göngu­ævintýri og gisting á Sigló Hótel

Skíðaganga nýtur vaxandi vinsælda og í dag má segja að íþróttin sé ein vinsælasta vetraríþrótt Íslendinga

Sigló hótel býður upp á skíðagöngunámskeið á Siglufirði í vetur. Um er að ræða þriggja daga námskeið undir handleiðslu reynslumikils skíðagöngufólks og hentar námskeiðið byrjendum jafnt sem lengra komnum. Undanfarin ár hafa skíðagöngu námskeiðin selst upp á skömmum tíma.

Umvafinn einstakri náttúrufegurð, með brött fjöllin sem mynda Siglufjörð, jafnast ekkert á við að njóta þess að vera í náttúrunni í firðinum. Siglfirsku alparnir skarta sínu fegursta þegar snjórinn liggur yfir. Að loknum góðum degi á skíðum er ekkert betra en að skella sér í heita pottinn og saunu á Sigló hótel og fá sér drykk við heitan arininn í arinstofunni. Njóttu þín í góðum félagsskap og dekraðu við þig í fallegu umhverfi.

Hægt er að velja dagsetningu hér fyrir neðan

Fyrir einn í herbergi

2. -4. febrúar UPPSELT

16. -18 febrúar

1.-3. mars UPPSELT

8. - 10. mars

15.-17. mars

Fyrir tvo í herbergi

2. -4. febrúar UPPSELT

16. -18 febrúar

1.-3. mars UPPSELT

8. - 10. mars

15.-17. mars

Verð frá 89.955 á mann í tveggja manna herbergi.

Verð frá 179.950 fyrir tvo.

Vinsamlega ath að verðin á bókunarsíðunni eru miðað við hvert herbergi.

Fyrirspurnir varðandi hópabókanir, vinsamlegast hafið samband við söluskrifstofuna okkar á netfangið sales@keahotels.is

Viljir þú lengja dvölina bjóðum við sértilboð á fimmtudags- og sunnudagsnótt. Vinsamlegast hafðu samband eftir að bókun er gerð, á siglo@keahotels.is eða í síma 461 7730

Bættu skemmtilegri upplifun við vetrarplanið hjá vinahópnum.

Dagskráin

Föstudagur
  • Innritun eftir kl. 15:00
  • Fundur með þjálfurum seinnipartinn í fundarsal
  • Seinnipartsæfing
  • Þriggja rétta kvöldverður á Sunnu á Sigló Hótel
Laugardagur
  • Morgunverður
  • Skíðaæfing fyrir hádegi
  • Hádegisverður á Sunnu á Sigló Hóteli
  • Skíðaæfing eftir hádegi
  • Aprés ski á Sigló Hótel
  • Frjáls tími, pottar, sauna og kósýheit
  • Þriggja rétta kvöldverður á Sunnu á Sigló Hótel
Sunnudagur
  • Morgunverður
  • Skíðaæfing fyrir hádegi
  • Hádegisnesti og útritun af hóteli

Atriði sem þarf að hafa í huga

  • Þátttakendur þurfa að mæta með eigin búnað (gönguskíði, stafi, skó og fatnað)
  • Aðstaða til að geyma skíðin er hjá okkur, þau sem eru með áburðarskíði sjá sjálf um að bera á skíðin
  • Akstur er ekki innifalinn í tilboði
  • Sé áhugi á að leigja skíðabúnað bendum við á að hafa samband við Sóta Travel info@sotisummits.is
  • Gistináttaskattur er ekki innifalinn í verðinu og er rukkaður við komu.

Skilmálar

  • Full greiðsla er tekin af korti bakvið bókun 30 dögum fyrir komu.
  • Bókun fæst ekki endurgreidd eftir greiðslu en hægt er að færa bókun án gjalda allt að 7 dögum fyrir komu, svo lengi sem laust er á umbeðinni dagsetningu.
  • Við endurgreiðum námskeiðið ef það fellur niður vegna veðurs.
  • Ekki er hægt að nota gjafabréf upp í skíðagöngupakkann.

Ef skipta á greiðslunni á milli gesta, vinsamlegast hafið samband við hótelið eftir bókun.