Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Í hjarta Reykjavíkur

Apotek Hótel er staðsett við Austurvöll, við hlið Alþingishússins, sem staðsetur þig í hjarta hins iðandi borgarlífs Reykjavíkur. Með allt líf borgarinnar rétt fyrir utan dyrnar okkar ertu í stuttri göngufjarlægð frá frægum kennileitum eins og Hallgrímskirkju og Hörpu. Hvort sem þú ert í leit að kaffihúsum, veitingastöðum eða menningarlegum stöðum þá er allt sem þú þarft er innan seilingar.

Borg Spa

Við bjóðum gesti velkomna í Borg Spa, heilsulind og líkamsræktarsal. Í Borg Spa er lögð áhersla á að veita fyrsta flokks þjónustu í okkar rólega og heillandi umhverfi. Við bjóðum upp á mikið úrval af meðferðum þar sem allir ættu að geta fundið þá við sitt hæfi.

Þegar þú bókar hjá okkur færðu innifalið aðgang að Borg Spa

Skoðaðu úrval meðferða hér !

Apotek Kitchen + Bar

Apotek kitchen +bar er staðsettur á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16.

Við erum “casual/smart” staður þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi.

Matseðillinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi smárétta er á matseðlinum sem mælt er sérstaklega með að gestir smakki og njóti saman.

Á Apotekinu er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar“ hrista saman spennandi kokteila – við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.

Herbergin

Þægindi í bland við nútímalegt útlit með klassísku yfirbragði lýsir herbergjunum á Apótek hótel best. Herbergin eru vel búin öllum helstu nútíma þægindum og fyrir þá sem vilja meiri lúxus er hægt að bóka Superior, Deluxe herbergi og svítur.