Gefðu upplifun
Ertu að leita að fullkominni gjöf fyrir einhvern sérstakan, eða jafnvel gjöf fyrir þann sem á allt?
Gjafakort frá Keahotels er gjöf sem gleður! Keahotels er ein stærsta hótelkeðja landsins með 10 glæsileg hótel staðsett á vinsælum áfangastöðum, þar á meðal í Reykjavík, á Akureyri, á Siglufirði, í Vík og í Grímsnesi. Leyfðu þeim sem þér þykir vænt um að njóta ógleymanlegrar upplifunar á fallegustu stöðum Íslands.
Það besta við gjafabréfin okkar er að öll gjafabréfin gilda á fleiri en eitt hótel sem gefur viðtakandanum frelsi til að velja áfangastað sem hentar þeirra óskum.
Gjafabréf sem gildir á öll okkar hótel
Fyrir þann sem vill fjölbreytileika og lúxus.
Gjafabréfin gilda á öllum hótelum keahótela: Sand hótel, Hótel Grímsborgir, Sigló hótel, Hótel Borg, Apótek hótel, Hótel Kea, Hótel Kötlu, Storm Hótel, Reykjavík Lights og Skugga Hótel.
Hvort sem valið er notalegt þriggja stjörnu hótel eða glæsilegt fjögurra stjörnu hótel, býðst fjölbreytt úrval staðsetninga, frá líflegum miðbæ Reykjavíkur til rólegra og fallegra svæða út á landi.
Hægt er að velja á milli vetrargjafabréfs og heilsársgjafabréfs, og öll gjafabréfin innihalda eina gistinótt með morgunverði.
Gjafabréf á þriggja stjörnu hótel
Þessi gjafabréf gilda á Hótel Kea, Hótel Kötlu, Storm Hótel, Reykjavík Lights og Skugga Hótel.
Hægt er að velja á milli vetrargjafabréfs og heilsársgjafabréfs, sem bæði innihalda eina gistinótt með morgunverði, fullkomin gjöf fyrir þá sem vilja njóta hvíldar í notalegu umhverfi.
Sveitasæla með kvöldverði
Gisting og kvöldverður
Þessi gjafabréf gilda á Hótel Grímsborgum og Sigló hótel, tveimur af okkar glæsilegustu hótelum þar sem gæðin eru í fyrirrúmi.
Upplifunin inniheldur eina gistinótt með morgunverði, þriggja rétta kvöldverð og drykk við komu. Fullkomin gjöf fyrir þau sem vilja njóta lúxus, náttúrufegurðar og fyrsta flokks þjónustu allt í einum pakka.