Gefðu upplifun
Ertu að leita að fullkominni gjöf fyrir einhvern sérstakan, eða jafnvel gjöf fyrir þann sem á allt?
Gjafakort frá Keahotels er gjöf sem gleður! Keahotels er ein stærsta hótelkeðja landsins með 10 glæsileg hótel staðsett á vinsælum áfangastöðum, þar á meðal í Reykjavík, á Akureyri, á Siglufirði, í Vík og í Grímsnesi. Leyfðu þeim sem þér þykir vænt um að njóta ógleymanlegrar upplifunar á fallegustu stöðum Íslands.
Það besta við gjafabréfin okkar er að öll gjafabréfin gilda á fleiri en eitt hótel sem gefur viðtakandanum frelsi til að velja áfangastað sem hentar þeirra óskum.
Gjafabréf á þriggja stjörnu hótel
Fyrir þann sem veit ekki hvað hann vill.
Þessi gjafabréf gilda á Hótel Kea, Hótel Kötlu, Storm Hótel, Reykjavík Lights og Skugga Hótel, sem gerir þau fullkomin fyrir þá sem vilja hafa fjölbreytta valkosti.
Hægt er að velja á milli vetrargjafabréfs og heilsársgjafabréfs, ásamt því að velja eina eða tvær nætur. Allir sem nýta gjafabréfin fá að auki velkominn drykk við komu og morgunmat, sem gerir upplifunina enn veglegri!
Gjafabréf á fjögurra stjörnu hótel
Fyrir þann sem vill fjölbreytileika og lúxus.
Þessi gjafabréf gilda á Sand hótel, hótel Grímsborgir, Sigló hótel, hótel Borg og Apotek hótel – öll glæsileg fjögurra stjörnu hótel sem bjóða upp á meiri lúxus en þriggja stjörnu hótel. Gjafahafinn hefur fjölbreytta valkosti, hvort sem hann kýs að njóta friðsældar á landsbyggðinni eða lífsins í hjarta Reykjavíkur.
Hægt er að velja á milli vetrargjafabréfs og heilsársgjafabréfs, ásamt því að velja eina eða tvær nætur. Að auki fylgir drykkur við komu og morgunverður með öllum gjafabréfum, sem gerir upplifunina enn eftirminnilegri!
Ennþá meiri upplifun
Fyrir þann sem vill allan pakkann!
Keahotels býður upp á tvö glæsileg gjafabréf, fullkomin fyrir þá sem vilja njóta einstakar upplifunar hvort sem er þriggja stjörnu eða fjögurra stjörnu lúxus.
HÓTEL KEA OG HÓTEL KATLA
Þetta gjafabréf gefur viðtakandanum val á milli Hótel Kea á Akureyri og Hótel Kötlu í Vík. Hægt er að velja á milli vetrar- og heilsársgjafabréfs og eina eða tveggja nátta.
Innifalið:
- Drykkur við komu
- Dýrindis kvöldverður, annaðhvort smáréttaveisla á Múlaberg Bistro & Bar á Akureyri eða veglegt hlaðborð á veitingastað Hótel Kötlu.
- Morgunverður
HÓTEL GRÍMSBORGIR OG SIGLÓ HÓTEL
Þetta gjafabréf er toppurinn í lúxus. viðtakandi fær gistingu á einu af þessum tveimur glæsilegu fjögurra stjörnu hótelum, bæði þekkt fyrir framúrskarandi þjónustu og ógleymanlega dvöl. Hægt er að velja á milli vetrar- og heilsársgjafabréfs og eina eða tveggja nátta.
Innifalið:
- Drykkur við komu
- Tveggja rétta kvöldverður á Sunnu veitingastað á Sigló Hóteli eða veitingastað Hótel Grímsborga. Einnig fylgir með drykkur við komu.
- Morgunverður
Gjafabréfin sameina fyrsta flokks gistingu, gómsætan mat og einstaka upplifun á fallegustu stöðum Íslands. Fullkomin gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um!