Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Hótel

Veldu hótel

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Glæsileg og rúmgóð gisting

Deluxe húsin okkar eru björt, rúmgóð og rúma allt að 10 gesti í fimm hótelherbergjum sem gerir þau tilvalin fyrir pör, vinahópa, stórfjölskyldur, saumaklúbba, golfklúbba eða starfsmannahópa.

Húsin bjóða uppá

  • Stórt borðstofuborð fyrir allann hópinn
  • Rúmgóða stofu með notalegum sófa og sjónvarpi
  • 5 hljóðeinangruð hótelherbergi hvert með sínu einka baðherbergi
  • Verönd með einka heitapotti með stórkostlegu útsýni yfir sveitina.

Fullkomið fyrir hópa og samkomur

Deluxe húsin hafa orðið í uppáhaldi hjá ýmsum hópum. Við höfum fengið hópa af fólki að halda upp á árshátíðir og brúðkaup hjá okkur. Húsin bjóða upp á notalegt umhverfi fyrir hópa, hvort sem það er að slaka á, undirbúa stórviðburð eða einfaldlega njóta félagsskapar hvort annars í rólegu umhverfi.

Njóttu einstakra þæginda

Hvert herbergi er um 30fm með hljóðeinangruðum veggjum, te og kaffi vél, flatskjá og sérbaðherbergi með walk in sturtu. Allir gestir fá baðslopp, inniskó, snyrtivörur og eru með aðgang að litlu útisvæði með borði og stólum.

Veitingastaðurinn

Morgunverður er innifalinn fyrir gesti sem dvelja í Deluxe herbergjum og veitingastaðurinn er í stuttri göngufjarlægð frá húsunum. Fyrir þá sem kjósa rólegan morgun, bjóðum við upp á að uppfæra morgunverðinn þinn í brunch á sanngjörnu verði, sem gerir þér kleift að sofa út og njóta dýrindis máltíðar síðar um daginn.

Hvernig bókar þú?

Veldu dagsetningu í dagatalinu og skrunaðu niður þangað til að þú finnur deluxe hús í herbergjavalmöguleikunum til hægri. Einnig er hægt að senda póst á sales@keahotels.is til að fá frekari upplýsingar.