Borg Spa
Við bjóðum gesti okkar velkomna á Borg Spa, heilsulind og líkamsrækt á Hótel Borg. Á Borg Spa er lögð áhersla á að veita fyrsta flokks þjónustu í rólegu og fallegu umhverfi. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval meðferða þar sem hver og einn ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.
UPPLÝSINGAR
Opnunartími
Líkamsræktaraðstaðan er opin alla daga 06:00 – 20:00
Heilsulindin er opin alla daga frá 10:00 – 20:00
Á Borg Spa er
Heitur pottur
Gufubað
Sauna
Hvíldarrými
Líkamsræktaraðstaða
Aðgangur og verð
Njóttu þín í okkar rómaða Spa á Hótel Borg fyrir einungis 2.500 kr. Aðgangurinn gildir alla daga dvalarinnar.
Allir gestir sem bóka gistingu beint á heimsíðunni okkar, fá frían aðgang meðan á dvöl stendur.
Hægt er að bóka tíma í Borg Spa í síma 551 1440 eða hotelborg@keahotels.is
ÞJÓNUSTA
ANDLITSMEÐFERÐIR
Hefðbundin djúphreinsandi andlitsmeðferð
30 mínútur
Andlitið er djúphreinsað og skrúbbað, því er svo fylgt eftir með dásamlega frískandi nuddi á andliti, háls og öxlum. Meðferðinni er lokið með viðeigandi maska og góðu dagkremi.
9.900 kr
DrBRAGI andlitsmeðferð
45/75 mínútur
Sjávarensím og sérstök nuddtækni draga úr merkjum öldrunar auk þess að gera húðina meira frísklegri, tónaða og bjarta í útliti. Í lok meðferðar er húðin mýkri og jafnari í rakastigi.
15.800/ 28.000 kr
NUDDMEÐFERÐIR
DrBRAGI heilnudd og skrúbbur
75 mínútur
Mýkjandi sjávarensímheilnudd frá toppi til táar. Dekrandi meðferð sem er fullkomin við flugþreytu.
29.900 kr
Aromatískt heilnudd
30/45/55/90 mínútur
Aromatískt heilnudd sem inniheldur blöndu af ilmkjarnaolíum í bland við slakandi nuddhreyfingar, hjálpar til við að örva skilningarvitin og létta á spennu í vöðvum.
16.000/18.000/22.900/28.000 kr
Sænskt heilnudd
30/45/55/90 mínútur
Sænskt heilnudd er endurnærandi upplifun sem veitir fullkomna lausn við þreytu á álagssvæðum líkamans. Örvandi fyrir hugann og slakandi fyrir þreytta vöðva.
14.000/16.000/20.900/27.000 kr
HAND- OG FÓTSNYRTING
Alessandro handsnyrting 45 mínútur – 12.000 kr
Þjölun og lökkun – 6.500 kr
Alessandro fótsnyrting 45 mínútur – 16.900 kr
Þjölun og lökkun – 6.500 kr
VAX
Andlit 2.900 - 4000 kr
Líkami 4.000 - 15.000 kr
Litun og plokkun
Litun augnhár – 4.000 kr
Litun augabrúnir – 4.000 kr
Plokkun augabrúnir – 4.000 kr
VÖRUR
DrBRAGI húðvörur
Á Borg Spa notum við eingöngu húðvörur frá DrBRAGI, en þær eru afrakstur íslensks hugvits og unnar úr lífrríki náttúru Íslands. Dr. Jón Bragi Bjarnason (1948-2011) var prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands og einn af fremstu sérfræðingum heims á sviði ensíma.
DrBRAGI vörurnar, sem innihalda sjávarensím, hámarka starfsemi húðfrumna og með reglulegri notkun hjálpa þau húðinni að vera eins heilbrigð og falleg og kostur er.
Húðvörur frá DrBragi eru:
- Án tilbúinna rotvarnarefna
- Án parabena
- Án ilmefna
- Án sílikons
- Án glýkols
- Án litarefna
- Án fituefna (lípíða)
- Án lanólíns
Afbókunarskilmálar
Ef þú hefur ekki tök á því að mæta í tímann þinn, láttu okkur vita með eins miklu fyrirvara og hægt er.
Afbókun 1-2 dögum fyrir þá er greitt fyrir 50% af meðferðinni
Minna en 24 tímum fyrir er greitt fyrir 100% af meðferðinni.