Jólahlaðborð á Hótel Grímsborgum
Njótið aðdraganda jólanna með dýrindis jólahlaðborði & lifandi tónum í hátíðlegu og hlýlegu umhverfi á Hótel Grímsborgum.
Hreimur mun koma fram allar helgar og halda uppi stemningunni á meðan á borðhaldi stendur.
Gisting í eina nótt fyrir tvo með glæsilegu jólahlaðborði og morgunverði daginn eftir og aðgangi að sameiginlegum heitum potti.
Hér getur þú séð matseðilinn.
Verð frá 63.900 fyrir tvo í standard herbergi (á mann 31.950).
Verð frá 42.900 fyrir einn í standard herbergi.

Jólahlaðborð verða:
Hægt er að velja dagsetningu hér fyrir neðan:
Laugardaginn 22. nóv / Aðeins fá sæti eftir!
Laugardaginn 6. des / Aðeins fá sæti eftir!
Laugardaginn 13. des / Aðeins fá sæti eftir!
Ef þú ert með stóran hóp og vilt koma á annarri dagsetningu en auglýst er hér fyrir ofan getur þú haft samband við okkur í gegnum tölvupóst sales@keahotels.is.
Viljir þú lengja dvölina bjóðum við upp á aukanótt á sérverði með keyptu tilboði. Vinsamlegast hafðu samband eftir að bókun er gerð, á sales@keahotels.is eða í síma 460-2000.
Við hlökkum til að taka á móti þér í jólaskapi.

Leigðu Deluxe hús fyrir hópinn
Við bjóðum upp á hina fullkomnu lausn fyrir minni hópa þar sem að allir geta verið saman. Þið getið byrjað kvöldið í ykkar einkastofu með fordrykk fyrir jólahlaðborðið og verið þar saman eftir að jólahlaðborðinu lýkur.
Húsin innihalda fimm rúmgóð hótel herbergi, hvert þeirra með sér baðherbergi, auk þess er stór sameiginleg stofa og einka heita pottur með frábæru útsýni.
Þú getur smellt hér til þess að fá nánari upplýsingar.

Skilmálar
- Hægt er að færa bókun 2 dögum fyrir komu.
- Greiðsla tekin 2 dögum fyrir komu.
- Bókun endurgreiðist ekki 2 dögum fyrir komu.
* Aðrir skilmálar taka gildi vegna hópabókana
