Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Fyrsta flokks golfvöllur

Golfvöllurinn á Siglufirði er staðsettur í fallegu landslagi Norðurlands og býður upp á kyrrlátt athvarf fyrir jafnt vana kylfinga og áhugamenn. Völlurinn er hannaður af arkitektinum Edwin Roald Rögnvaldssyni sem m.a. hefur unnið til verðlauna fyrir hönnun golfvalla. Þessi faldi gimsteinn er umkringdur háum fjöllum og róandi faðmi fjarðarins og veitir einstaka golfupplifun sem er hrífandi en um leið krefjandi.

Völlurinn heillar alla sem hann heimsækja enda er í boði einstök fegurð og kyrrð í bakgrunni töfrandi náttúru Íslands. Hann samanstendur af níu holum og er skemmtileg blanda af allskyns áskorunum. Grasið á vellinum er vandlega meðhöndlað af Golfklúbbi Akureyrar og blandast óaðfinnanlega inn í óbyggðirnar í kring þannig að íþróttin og náttúran verður eitt.

Fáðu frían hring á golfvelli Siglufjarðar

Notaðu kóðann "GOLF" þegar þú bókar gistingu á Sigló Hótel og þú færð einn 9 holu hring í kaupbæti.

Hægt er að bóka rástíma eða auka golfhring á vefsíðunni golfbox eða senda tölvupóst á netfangið gagolf@gagolf.is.

Gildir frá 10. júní út ágúst 2024.

Umhverfisvernd

Golfvöllurinn var tekinn í notkun árið 2018 og var lagt mikil áhersla á umhverfisvernd við gerð hans. Hann er byggður á fyrrum malarnámusvæði sem hafði lengi sett ljótan svip á umhverfið. Völlurinn endirheimtir ekki aðeins fegurð landins heldur var einnig horft til þess að endurvekja bleikjugöngu upp Hólsá og Leynigilsá við byggð hans. Malarnáman hafði raskað svæðinu þannig að fisgengd var lítil sem engin.

Enginn búnaður, ekkert mál!

Hægt er að leigja allan búnað á staðnum, sem gerir þér kleift að ferðast létt. Njóttu óaðfinnanlegrar upplifunar og hámarkaðu tíma þinn á vellinum.